Opið hús og veggspjaldasýning á heilsugæslum HSu í september, í tilefni 10 ára afmælis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

10 ára 2014-Í tilefni 10 ára sameiningarafmælis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands verður opið hús og veggspjaldasýning frá starfsemisstöðvum stofnunarinnar á öllum heilsugæslum HSu í september.   

Í dag miðvikudaginn 10. september, verður opið hús á Vík og Klaustri frá kl. 16 – 18 og eru allir velkomnir.  Þar hefur verið uppi veggspjaldasýning í biðrými stöðvanna frá því mánudaginn 8. september og lýkur föstudaginn 12. september.  Þá mun veggspjaldasýningin flytjast á Hellu og Hvolsvöll og standa þar vikuna 15. – 19. September.  Miðvikudaginn 17. september frá klukkan 13 – 15 verður opið hús á Hvolsvelli og fimmtudaginn 18. september frá klukkan 13 – 15 verður opið hús á Hellu. Fimmtudaginn 18. september verður jafnframt formlega tekið í notkun endurbætt húskynni heilsugæslunnar á Hellu

Veggspjaldasýningin mun síðan verða  Þorlákshöfn og Hveragerði  vikuna 22. – 26. september og þá viku verður opið hús á þeim stöðvum og verður það auglýst sérstaklega.  Vikuna  29. september  – 3. október mun sýningin enda á Selfossi og Laugarási og þá viku mun einnig verða opið hús á þeim stöðvum og mun það einnig verða kynnt sérstaklega.

 

Það er von Afmælisnefndar HSu að sem flestir sjái sér fært að heimsækja af þessu tilefni heilsugæslustöðina sína og kynna sér í leiðinni þá margvíslegu og fjölbreyttu starfssemi sem þar fer fram.  Stofnuð hefur verið Facebooksíða um viðburðina og þar inni verða birtar myndir og einnig kynnt klukkan hvað opið hús verður fyrir almenning á hverri stöð.  Facebooksíðan heitir „Opið hús og veggspjaldasýning á Heilbrigðisstofnun Suðurlands“ og er fólk hvatt til að kíkja þar inn og fylgjast með.