Opið hús í barnabólusetningu við Covid-19

Opið hús miðvikudaginn 26. janúar fyrir þau börn sem hafa ekki getað mætt á boðuðum tíma.

Kl 19:00-20:00

Bólusett er í Vallaskóla á Selfossi (gengið inn frá Engjavegi til móts við Iðu íþróttahús um austari inngang skólans). Bólusett verður með barnaskammti af bóluefni Pfizer.

 

 

Munið að skrá barnið í bólusetningu samkvæmt leiðbeiningum hér að neðan.

Hér er netfang https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item48458/Samthykkisferli-fyrir-bolusetningar-5-11-ara-barna-er-virkt-7-1-2022.

Í kjölfarið verður sent strikamerki fyrir bólusetningunni. Nauðsynlegt er að skrá barnið svo strikamerkið berist. Berist ekkert strikamerki þrátt fyrir skráningu barns má mæta á boðuðum tíma.

Athugið að grímuskylda á bæði við um börn og fullorðna við bólusetninguna.

Nauðsynlegt er að eitt foreldri/forráðamaður fylgi barni.