Ofþyngd

Á heilsugæslunni á Selfossi er boðið upp á stuðning og meðferð fyrir ofþunga einstaklinga sem eru með líkamsþyngdarstuðul yfir 40.  Tveir hjúkrunarfræðingar sjá um meðferðina,  Ólöf Dagmar Úlfarsdóttir og Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, sem er í formi einstaklingsviðtala með það að markmiði að aðstoða fólk til hollra neysluvenja.
Með þeim starfar Víðir Óskarsson heimilislæknir. 


 

 

Tilgangurinn með stuðningnum er að kenna fólki að tileinka sér nýjan lífsstíl með því að veita, fræðslu, aðhald og hvatningu.


Samstarf er við Reykjalund og Landspítalann um þá skjólstæðinga sem hyggja á hjáveituaðgerð til grenningar.  Í formi aðstoðar og hvatningar til að léttast um þau 10% af líkamsþyngd sem nauðsynlegt er til að fá aðgang að aðgerðinni.


Einstaklingar sem vilja komast að þurfa að fá tilvísun frá heimilislækni eða með því að hafa samband beint við Ragnheiði eða Ólöfu í síma 480-5100.