Oddfellow í heimsókn á HSU

16. desember sl. komu félagar í Búðum, Oddfellowreglunnar í heimsókn á HSU.  Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða kapellu HSU. Oddfellowreglurnar Rebekkustúka nr. 9 – Þóra og Oddfellowstúkan nr.17 –  Hásteinn, gáfu HSU á sínum tíma kapelluna.

Reglurnar lögðu fram og gáfu ómælda vinnu við smíðar, raflagnir, pípulagnir, múrverk og málningu, auk þess að gefa allar innréttingar og húsbúnað til kapellunnar.  Við heimsóknina núna færðu Oddfellowar HSU bókina Traustir hlekkir.  Bókin segir 60 ára sögu Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og líknarverkefna Reglunnar á fyrri tíð.

Reglunni er færðar þakkir fyrir rausnarlegt og höfðinglegt framtak fyrir að gera kapelluna að þeim friðsæla og hlýlega stað, fyrir starfsmenn HSU, skjólstæðinga og aðstandendur þeirra þegar mikið liggur við.