Nýtt upplýsingarit HSu

Bæklingur HSuÚt er komið upplýsingarit um starfssemi HSu, hlutverk stofnunarinnar og helstu þjónustu sem í boði er.  Bæklingurinn inniheldur einnig upplýsingar um hvar þjónustu HSu er að finna og opnunartíma heilsugæslustöðvanna og síma.  Upplýsingarnar um opnunartíma og síma eru einnig á ensku og pólsku.  Bæklingurinn mun liggja frammi á öllum heilsugæslustöðvum HSu og vera aðgengilegur á vefnum.

 

Bæklingurinn var gerður fyrir HSu að kostnaðarlausu. Það var fyrirtækið Borgarímynd sem sá um útgáfuna.  Fyrirtækið sá um að safna auglýsingum, taka ljósmyndirnar sem prýða bæklinginn, setja saman texta og alla útlitshönnun.  Allt í góðu samstarfi við HSu.  Prentsmiðjan Litróf sá um prentunina.

 

Bæklinginn má skoða hér