Nýtt skrifstofuhús

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur fengið færanlegt hús í eigu ríkissjóðs til afnota fyrir skrifstofur á Selfossi. Húsið hefur verið staðsett austan við núverandi skrifstofuhús stofnunarinnar. Ætlunin er að færa eldra húsið til og tengja húsin saman. Aðkoma verður bætt svo hreyfihamlaðir eigi góða aðkomu að skrifstofum stofnunarinnar. Þá verður betri aðstaða fyrir stjórnsýslu stofnunarinnar í kjölfar aukinna verkefna í framhaldi af sameiningu heilbrigðisstofnana á Suðurlandi.

Skrifstofur Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi hafa verið í “bráðabirgðahúsnæði” síðan stofnunin tók við rekstri Réttargeðdeildarinnar á Sogni árið 1992.
Enn er um “bráðabirgðalausn” að ræða þar til skrifstofur verða fluttar í núverandi húsnæði heilsugæslunnar eftir að starfsemi hennar hefur verið flutt í nýbygginguna, sem nú er verið að reisa.