Nýtt og betrumbætt útlit á vefsíðu HSU

hsu.Vefsíða HSU hefur fengið nýtt útlit á forsíðu og einnig er töluverð breyting á síðunni allri frá því sem áður var.  Farið var í þessar breytingar í kjölfar sameiningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og Heilbrigðisstofnunarinnar á Höfn, sem nú munum sameinast sem ein stofnun undir einni vefsíðu, www.hsu.is

 

Vefsíður fyrrum stofnanna i Eyjum og Höfn verða enn um sinn aðgengilegar undir stöðvaflipum efst á HSU síðunni, en unnið verður að því að næstunni að sameina efni af þeim síðum og flytja inná síðuna.

Það er von okkar, að með þessari breytingu verði vefsíðan aðgengilegri fyrir skjólstæðinga HSU á öllu svæðinu og leit að efni og upplýsingum mun auðveldari en áður.