Nýtt merki HSu

HSu hefur fengið nýtt merki. Merkið skírskotar til heilsugæslu og spítala með krossinum og hjartað undirstrikar þá mannlegu hlýju og væntumþykju, sem einkennir starfsemina. Bláu táknin stefna öll inn að miðju – kjarnanum, sem myndar Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Höfundar eru PR almannatengsl og útlitshönnun ehf, Reykjavík.

Einnig hefur verið opnuð ný heimasíða stofnunarinnar, www.hsu.is.
Á heimasíðunni munu verða hagnýtar upplýsingar fyrir alla, sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda, auk upplýsinga um starfsemina. Upplýsingar eru um tímapantanir á öllum heilsugæslustöðvum á Suðurlandi, sem eru 8 talsins. Á síðunni eru mjög ítarlegar upplýsingar um fæðingarhjálp og birtar eru myndir af öllum börnum, sem fæðast á stofnuninni, – líka af þeim börnum, sem fæðst hafa á öðrum sjúkrahúsum, en mæður þeirra hafa kosið að dvelja á HSu í sængurlegunni. Hefur þetta mælst mjög vel fyrir og eru barnamyndirnar mikið skoðaðar og foreldrar passa uppá, að myndir af þeirra barni birtist örugglega. Starfsmenn TRS og HSu unnu að gerð heimasíðunnar.