Nýtt lógó HSU

HSUmerkiNýtt merki hefur nú verið kynnt til notkunar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og er einn liður í sameiningarferli þriggja fyrrverandi heilbrigðisstofnanna í umdæminu. Hönnuður merkisins er Birgir Ómarsson, grafískur hönnuður, hjá auglýsingastofunni Kaktus.  Nálgun hans við hönnun merkisins var einstaklega fagleg og í góðri samvinnu við hóp starfsmanna á HSU. Nýtt merki HSU er mikilvægt sameiningartákn og gefur einnig  nýja ásýnd fyrir íbúa og aðra þá sem njóta þjónustu hjá starfsfólki stofnunarinnar.

 

 

 

Merkið er gert úr hjörtum sem raðað er í hring og mynda þannig rós. Grunnlitirnir eru þrír og tákna gildi HSU:

  • Rauður er litur lífs, krafts og gagnkvæmrar virðingar.
  • Gulur er litur gleði, vonar og samvinnu.
  • Blár er litur trausts og fagmennsku.

 

Herdís Gunnarsdóttir,

forstjóri HSU.