Nýtt hjúkrunar- og ljósmæðraráð HSU

 IMG_5721 IMG_5725

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýtt hjúkrunar- og ljósmæðraráð var stofnað í dag á stofnfundi hjúkrunar- og ljósmæðraráðs HSU.  Fundarstjóri var Aðalheiður Guðmundsdóttir, gæðastjóri HSU og til máls tóku Anna María Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.

 

Nýkjörinn formaður ráðsins er Birna Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur lyf.BMT á HSU Selfossi.

Meðstjórnendur eru:

Bjarnheiður Böðvarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni Selfossi (varformaður) og Ásta Gústafsdóttir, hjúkrunarfræðingur á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum.

Varamenn eru:

Arndís Mogensen, ljósmóðir HSU Selfossi,

Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir, deildastjóri Fossheimum Selfossi, og

þórdís Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heilsugæslu Rangárþings.

 

Hlutverk ráðsins er að vera faglegur og ráðgefandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður á stofnunni og stjórnendur hennar.

Hjúkrunar- og ljósmæðraráð á frumkvæði að og er vettvangur umræðna um hjúkrun, innan stofnunar og utan.  Hjúkrunar- og ljósmæðraráð hvetur til þess að hjúkrun á HSU sé byggð á gagnreyndri þekkingu þar sem markmiðið er að veita árangursríka hjúkrun.

Ráðið tekur þátt í þrjóunarvinnu innan stofnunarinnar og er í tengslum við menntasstofnanir á sviði hjúkrunar- og ljósmóðurfræða.

Hjúkrunar- og ljósmæðraráð er til ráðuneytis varðandi fagleg málefni hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, svo og rekstur, stjórnun, uppbyggingu og nýtingu stofnunarinnar.  Hjúkrunar- og ljósmæðraráð er einnig stjórnendum heilbrigðismála utan sjúkrahússins til ráðuneytis sé eftir því leitað.