Nýtt hjartaómtæki til Vestmannaeyja

Það er ánægjulegt að segja frá því að nýtt fullkomið hjartaómtæki frá GE af gerðinni Vivid S60 er komið til Vestmannaeyja en ómtækið verður tekið í notkun á morgun þ. 10.2.2021.
Á undanförnum árum hefur átt sér stað töluverð tæknileg þróun í hönnun hjartaómtækja og því er þessi endurnýjun kærkomin og mun bæta gæði hjartaómrannsókna til muna.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU