
Á myndinni eru; Davíð Björn læknir á BMT, Guðmundur og Stefán frá HealthCo og Birna deildarstjóri BMT.
Nýtt bráðaómtæki hefur verið tekið í notkun á bráðamóttökunni á Selfossi.
Ómtækið er kærkomin viðbót fyrir starfsemina og bætir greiningarmöguleika lækna og eykur öryggi starfsmanna og sjúklinga til muna. Tækið er af gerðinni Venue Go og sérstaklega þægilegt í notkun. Eins og sést á myndinni er tækið á hjólastandi en auðvelt er að taka það af standinum og fara með það á hlaupum þegar mikið liggur við.