Nýtt augnskoðunartæki á Heilsugæslustöðinni í Hveragerði

Heilsugæslustöðin í Hveragerði hefur yfir að ráða gjafasjóði, eins og aðrar Heilsugæslustöðvar innan umdæmis HSu. 
Gjafasjóðurinn er tilkominn vegna styrkja sem velunnarar heilsugæslustöðvarinnar hafa gefið og er nýttur til að auka á öryggi íbúa bæjarfélagsins.Ákveðið var að fjárfesta í augnskoðunarbúnaði með peningum úr sjóðnum. Þetta er fullkomið augnskoðunartæki sem gerir kleift að skoða augun, meðhöndla augnslys og skoða augu m.t.t. sjúkdóma.  Tækið er af fullkomnustu gerð og kostaði 1,1 milljón króna. 
Við viljum þakka velunnurum sjóðsins kærlega fyrir þessa góðu gjöf.