Nýr yfirsálfræðingur við HSU

Thelma Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfirsálfræðings HSU og hóf störf í lok sumars. Thelma hefur starfað sem sálfræðingur við HSU frá haustinu 2015, en hún lauk embættisprófi í sálfræði (Cand.Psyc) frá Háskólanum í Árósum árið 2008 og viðbótarmenntun í Hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2013. Einnig hlaut hún sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis í klínískri barnasálfræði árið 2017. Áður en hún hóf störf við HSU starfaði hún sem skólasálfræðingur hjá Vestmannaeyjabæ í átta ár. Að auki hefur hún starfað sjálfstætt og er annar eigandi útgáfufyrirtækisins Hvað get ég gert sf. sem gefur út meðferðarbækur fyrir börn. Thelma er gift, móðir tveggja stúlkna og búsett í Vestmannaeyjum.
Við óskum Thelmu til hamingju með nýja starfið.