Nýr yfirmatreiðslumaður ráðinn á HSU Selfossi

Bjarni Birgisson hefur verið ráðinn nýr yfirmatreiðslumaður í eldhús HSU á Selfossi. Alls bárust sex umsóknir um starfið.

Bjarni útskrifaðist frá Hótel og veitingaskóla Íslands árið 1989. Hann hefur starfað víða meðal annars á Skálholtsstað árin 1998-2012 og í Flúðaskóla frá 2013. Samhliða þeim störfum hefur hann starfað í Ingólfsskála frá árinu 2000 við veisluþjónustu.

Bjarni er giftur, 3ja barna faðir og er búsettur ásamt fjölskyldu sinni á Skeiðunum.

Bjarni mun hefja störf í sumarbyrjun og er hann boðinn hjartanlega velkominn til starfa á HSU.

Gunnar Friðþjófsson fráfarandi yfirmatreiðslumaður lætur af störfum þegar Bjarni kemur til starfa. Gunnar hefur starfað á HSU frá árinu 1986 nánar tiltekið í september.  Gunnar hefur verið farsæll í sínu starfi og glatt starfsmenn, heimilisfólk hjúkrunardeilda og inniliggjandi sjúklinga á deildum HSU með einstaklega góðum mat í gegnum árin.  Honum eru þökkuð góð og vel unnin störf og óskað velfarnaðar á þessum tímamótum.