Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður hefur verið ráðinn yfirmatreiðslumaður í eldhús HSU í Vestmannaeyjum.
Alls bárust sex umsóknir um starfið.
Bjarni útskrifaðist frá Hótel og veitingaskóla Íslands árið 1994 og lauk meistaraprófi árið 1999. Hann hefur rekið og starfað á veitingastöðum s.s. Café Opera og Lækjarbrekka. Hann starfaði lengst á Menu Veitingum árin 2007- 2017 sem yfirmatreiðlsumeistari. Bjarni hefur einnig lokið námi í margmiðlun og ljósmyndun.
Bjarni er boðinn velkominn til starfa á HSU.
Ævar Austfjörð kokkur lætur af störfum frá sama tíma. Honum eru þökkuð góð og óeigingjörn störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.