Nýr yfirlæknir sjúkrasviðs HSu

Björn MagnússonBjörn Magnússon sérfræðingur í lyflækningum og lungnasjúkdómum hefur verið ráðinn yfirlæknir á sjúkrasviði Hsu og mun hefja störf 1. júlí n.k.

 

Björn hefur verið forstöðulæknir í Neskaupsstað undanfarin ár. Hann er með sérfræðiréttindi frá New York University Medical Center  í lungnalækningum og almennum lyflækningum frá Bronx Veterans Hospital og Mt sinai Hospital í New York City.

 

Hann er kærkomin viðbót við þá sérfræðinga sem fyrir eru og mun hann taka við starfi Ágústs Sverrissonar sem hér var yfirlæknir og er nú hættur.  Ágúst fær þakkir fyrir góð störf og óskir um velfarnaðar í nýju starfi

 

Við bjóðum Björn velkomin til starfa.

Tímapantanir verða í afgreiðslu Hsu sími 4805100.