Sigurjón Kristinsson hefur verið settur í starf yfirlæknis til eins árs hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Laugarási, frá og með 1. janúar 2017. Sigurjón er fæddur árið 1964 í Vestmannaeyjum. Hann sem útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands árið 1990 og öðlaðist sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum árið 1997 eftir sérnám í Noregi. Þá lauk hann MBA gráðu frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2009. Hann hefur víðtæka reynslu af læknisstörfum á landsbyggðinni og hefur meðal annars verið yfirlæknir í Vestmannaeyjum og við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Síðast liðin ár hefur hann unnið hjá Virk endurhæfingarsjóð og sem heilsugæslulæknir á Patreksfirði. Hann er í sambúð með Önnu Láru Jóhannesdóttur flugfreyju og hjúkrunarfræðingi úr Hrunamannahreppi.
Við bjóðum Sigurjón velkomin til starfa hjá HSU.
Hjörtur Kristjánsson,
framkvæmdastjóri lækninga