Nýr yfirlæknir á heilsugæslustöðina í Hveragerði

Ragnar Victor Gunnarsson, sérfræðingur í heimilislækningum, hefur verið ráðinn yfirlæknir við Hsu, heilsugæslustöðina í Hveragerði frá júnímánuði n.k.. Hann tekur við af Sigurði Baldurssyni, sem hætti nýlega störfum. Ragnar Victor fékk almennt lækningaleyfi 1993 og varð sérfræðingur í heimilislækningum 1998. Hann hefur sérþekkingu á sykursýki og viðurkenningu sem sykursýkifræðingur. Hann hefur starfað við Hsu frá janúar 2003. Áður starfaði hann m.a. í tæp fjögur ár við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þar af um tíma sem yfirlæknir í Grindavík. Núverandi skjólstæðingar hans munu fá nýjan heimilislækni á Selfossi.