Nýr yfirlæknir á heilsugæslustöðina á Selfossi

Egill Rafn Sigurgeirsson mun að eigin ósk hætta sem yfirlæknir við heilsugæsluna á Selfossi þann 1. september nk.  Egill hefur verið yfirlæknir við heilsugæslustöðina á Selfossi frá 2001. Hann mun áfram starfa sem heimilislæknir og sinna sínum sjúklingum áfram. Framkvæmdastjórn þakkar Agli þáttöku í stjórnun stofnunarinnar þessi ár.


Við starfi hans tekur Arnar Þór Guðmundsson sérfræðingur í heimilislækningum. Arnar hefur starfað við HSu sem sérfræðingur í heimilislækningum frá 2005. Hann útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands 1996 og var í framhaldsnámi í Svíþjóð  2001-2004. Arnar situr í gæðaráði HSu, greiningarteymi HSu og hefur verið varaformaður Læknaráðs HSu frá 2007.


Framkvæmdastjórn óskar Arnari velfarnaðar í störfum sínum. Hann mun áfram sinna sínum sjúklingum sem fyrr.