Nýr umsjónarmaður fasteigna og búnaðar hjá HSu

Eiríkur Árni Hermannsson-2Í sumar var auglýst eftir nýjum umsjónarmanni yfir fasteignir og búnað Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.  Alls sóttu 25 um starfið, allt hæfir og áhugaverðir einstaklingar.  Sá sem hreppti starfið heitir Eiríkur Árni Hermannsson og tekur hann við starfinu á haustdögum.

 

Eiríkur hefur síðustu fjögur árin starfað sem umsjónamaður fasteigna og búnaðar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, svo hann er með góða reynslu í sambærilegu starfi, þekkir búnað og byrgja heilbrigðisstofnana vel, auk þess að vera vel inní málum hjá Fasteignum Ríkisins.  Eiríkur hefur auk þess aflað sér fjölbreyttrar reynslu með viðkomu við ýmis iðnaðarstörf um ævina.

 

Eiríkur mun fyrst um sinn starfa með núverandi umsjónarmanni fasteigna og búnaðar hjá HSu, Trausta Traustasyni, en Trausti hyggst láta af störfum sökum aldurs bráðlega.

 

Eiríkur er boðinn hjartanlega velkomin til starfa á HSu.