Nýr sjúkraþjálfari hjá HSU

Inga Sjöfn Sverrisdóttir (2)Inga Sjöfn Sverrisdóttir hefur verið ráðin í stöðu sjúkraþjálfara við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi frá 1. maí 2015. Inga Sjöfn uppfyllir mjög vel menntunar- og hæfniskröfur sem settar voru fram fyrir starfið. Inga Sjöfn er fædd árið 1985 og lauk námi sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands 2009. Inga Sjöfn hefur m.a. starfað á HSU Selfossi, á Grensásdeild LSH, hjá gigtarfélagi Íslands auk þess sem hún hefur starfað sjálfstætt.