Nýlega afhenti Rauði kross Íslands Heilbrigðisstofnun Suðurlands nýjan sjúkrabíl til afnota. Bíllinn er af gerðinni Mercedes Bens Sprinter. Bíllinn er sjálfskiptur með 186 hö og fjórhjólabúnað frá Iglhaut GmbH í Þýskalandi. Einnig sá Iglhaut um aflaukningu á mótor. Öll önnur breytingarvinna og smíði inn í bílana var unnin af Sigurjóni Magnússyni á Ólafsfirði í samstarfi við Rauða Krossinn og sjúkraflutningamenn. Bíllinn, sem er einungis um 2,5 tonn að eigin þyngd, mun leysa af hólmi eldri bíl af Ford gerð, sem hefur verið í notkun síðustu ár hjá stofnuninni. Er þess vænst að að hinn nýi og létti sjúkrabíll komi til með að reynast vel í alla staði og ekki síst rekstarlega.