Nýr sjúkrabíll

Nýlega afhenti Rauði kross Íslands Heilbrigðisstofnun Suðurlands nýjan sjúkrabíl til afnota. Bíllinn er af gerðinni Mercedes Bens Sprinter. Bíllinn er sjálfskiptur með 186 hö og fjórhjólabúnað frá Iglhaut GmbH í Þýskalandi.  Einnig sá Iglhaut um aflaukningu á mótor. Öll önnur breytingarvinna og smíði inn í bílana var unnin af Sigurjóni Magnússyni á Ólafsfirði í samstarfi við Rauða Krossinn og sjúkraflutningamenn. Bíllinn, sem er einungis um 2,5 tonn að eigin þyngd, mun leysa af hólmi eldri bíl af Ford gerð, sem hefur verið í notkun síðustu ár hjá stofnuninni.  Er þess vænst að að hinn nýi og létti sjúkrabíll komi til með að reynast vel í alla staði og ekki síst rekstarlega.