Nýr krabbameinslæknir innan HSU

Hlynur Níels Grímsson krabbameinslæknir hefur hafið störf á HSU Selfossi.

Hlynur lauk sérfræðinámi í krabbameinslækningum frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi árið 2002. Hann lauk diplomanámi Norrænu líknarlækningasamtakanna í líknandi meðferð árið 2005. Að auki hefur hann lokið lokið sérfræðinámi í heimilislækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins árið 2021.

Hlynur er ekki alveg ókunnugur á Selfossi því hann ólst upp hér fyrsu 6 æviárin.  Foreldrar Hlyns voru Grímur Jósafatsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri í Kaupfélaginu Höfn og Soffía Níelsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Selfoss.

Það er því afar ánægjulegt að fá Hlyn aftur á Selfoss og til starfa á HSU.  Góð viðbót í öflugt og sívaxandi sérfræðiteymi HSU.

Við bjóðum Hlyn hjartanlega velkominn til starfa á HSU.