Nýr iðjuþjálfi á HSU

Eva Björk Birgisdóttir hefur verið ráðin iðjuþjálfi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Starfið er samvinnuverkefni HSU og nágrannasveitafélaga í þjónustu við börn og ungmenni og í málefnum fatlaðra.

Eva Björk er iðjuþjálfi að mennt og hefur starfað talsvert með börnum og ungmennum í gegnum íþróttastarf.

Eva Björk tekur við af Ragnheiði Lúðvíksdóttur og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa á saman tíma sem við þökkum Ragnheiði fyrir einstaklega gott starf í gegnum árin og óskum henni alls hins besta.