Nýr hjúkrunarstjóri í Rangárþingi

Arndís Finnsson hjúkrunarstjóri hefur látið af stöfum við heilsugæslustöðina í Rangárþingi. Henni eru þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar á þessum tímamótum. Við starfi hjúkrunarstjóra tók Ólöf Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur. Hún hefur starfað við heilsugæslustöðina frá því í http://gamewallopher.net/ ársbyrjun 2008. Ólöf lauk námi í hjúkrunarfræði við HÍ  2003.
Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeildum í Svíþjóð og Finnlandi og stundar nú nám í stjórnun í heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Bifröst. Ólöf er boðin velkomin til starfa við stofnunina.