Nýr hjúkrunarstjóri heilsugæslu Rangárþings

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar í Rangárþingi frá og með 1. apríl n.k.  Margrét Ýrr útrskifaðist sem hjúkrunarfræðingur 2002 og starfaði nú síðast sem aðstoðardeildarstjóri á blóð- og krabbameinsdeild LSH.  Hún var hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Lundi í 15 ár, en samhliða því vann hún í tímavinnu á bráðamóttöku HSU og á bráðamóttöku LSH.  Margrét Ýrr hefur verið ötul í að endurmennta sig og hefur lagt nám á þjónandi forystu, jákvæða stjórnun, joga og margt fleira.

 

Um leið og við þökkum Rán Jósepsdóttur sem hefur staðið vaktina í Rangárþingi s.l. ár kærlega fyrir hennar störf,  þá bjóðum við Margréti Ýrr hjartanlega velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar í störfum sínum.