Nýr hjúkrunarstjóri heilsugæslu Hveragerðis og Þorlákshafnar

Guðrún Kormáksdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri í Hveragerði og Þorlákshöfn, en hún hefur undanfarið ár sinnt því starfi í afleysingum.
Guðrún hefur starfað hjá HSU síðan 1989 og síðast sem deildarstjóri á Lyflækningadeildinni á Selfossi, þar áður deildarstjóri á Heilsugæslu Selfoss og sem ljósmóðir á fæðingadeildinni.

Hún útskrifaðist frá HÍ sem hjúkrunarfræðingur 1989, lauk embættisprófi í ljósmóðurfræðum 2002, diplómanámi í heilsugæsluhjúkrun frá HÍ 2008 og meistaranámi frá Hí 2013.

Guðrún er boðin hjartanlega velkomin til nýrra starfa innan stofnunarinnar og óskað velfarnaðar í störfum sínum.