Nýr hjúkrunarstjóri á heilsugæslu Selfoss

Margrét Björk Ólafsdóttir hefur verið ráðin á hjúkrunarstjóri á heislugæslustöð Selfoss.  Margrét hefur gengt starfinu í afleysingu í eitt ár en hafði þar áður starfað við deildina sem deildarstjóri frá árinu 2018.  Hún starfaði sem hjúkrunarforstjóri á Kumbarvogi í 6 ár áður en við á HSU urðum svo lánsöm að fá hana í vinnu til okkar.

Hún lauk hjúkrunarfræðinámi frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og diplomanámi í Opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2020.

Til hamingju Margrét og vertu hjartanlega velkomin í stjórnendahóp HSU.