Nýr hitaskápur gefinn á rannsóknastofu HSu

Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps hefur fært HSu rannsóknastofu nýjan hitaskáp að gjöf, verðmæti um 120 þúsund krónur. Hitaskápur þessi er notaður við bakteríugreiningar. Fulltrúar gefenda, þær Margrét Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps og Guðbjörg Guðmundsdóttir afhentu gjöfina við hátíðlega athöfn. Fulltrúar HSu þau Magnús Skúlason, forstjóri og Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri veittu gjöfinni viðtöku og afhentu Kolbrúnu Káradóttur, yfirlífeindafræðingi og Stefaníu Geirsdóttir, lífeindafræðingi skápinn til afnota og sagði Kolbrún, um leið og hún veitti gjöfinni viðtöku, að skápurinn kæmi að góðum notum og væri kærkomin gjöf.