Nýr heyrnarmælingaklefi hjá HSu

Nýr heyrnarmælingarklefi hefur verið tekinn í notkun á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Með tilkomu hans verður nú mögulegt að gera áreiðanlegri heyrnamælingar en áður.

Enn fremur mun Heyrnar- og talmeinastöðin verða með heyrnarmælingar hjá ungbörnum og verða þeir tímar auglýstir sérstaklega í ungbarnaverndinni.