Nýr heimilislæknir á heilsugæslunni Selfossi

Kristján Þór Gunnarsson sérfræðingur í heimilislækningum hóf störf á heilsugæslunni Selfossi þann 1. október 2020.

 

Kristján lauk námi í læknisfræði frá HÍ 2008. Hann hóf sérfræðinám í heimilislækningum á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2010 en frá árinu 2011 stundaði Kristján sérfræðinám í heimilislækningum í Danmörku og hefur á þeim tíma starfað í Danmörku og einnig í Svíþjóð.

 

Við bjóðum Kristján hjartanlega velkominn til starfa.