Gyða Arnórsdóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri á Sjúkra- og göngudeild HSU í Vestmannaeyjum.
Gyða útskrifaðist frá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2001.
Hún hefur jafnfram lokið diplomanámi í Bráðahjúkrun frá H.Í. 2021 auk þess er hún langt komin vel á veg diplomanám í krabbameins- og líknandi meðferð.
Gyða hefur starfað á Sjúkradeild í Vestmannaeyjum frá 2001 þar og þar af 11 ár sem aðstoðardeildastjóri og 2 ár sem deildastjóri. Hún hefur auk þess starfað á bráðamóttöku við Sykehuset Østfold Kalnes í Noregi.
Gyða er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, á þrjú börn og býr í Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu sinni.
Við bjóðum Gyðu hjartanlega velkomna í stjórnendateymi HSU.