Birna Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn deildarstjóri bráðamóttöku á Selfossi frá 15. október n.k. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs en bráðamóttakan hefur verið rekin með lyflækninga- og göngudeild HSU á Selfossi.
Birna lauk námi í hjúkrunarfræði árið 2010 og síðar meistaranámi í heilbrigðisvísindum 2014. Hún hefur starfað á HSU frá 1989 í ýmsum störfum og á bráðamóttökunni frá 2011.
Við óskum Birnu velfarnaðar í nýju starfi.
Guðrún Kormáksdóttir stýrir áfram lyflækninga- og göngudeild.