Nýr barnalæknir til starfa

Eygló Aradóttir barnalæknir hefur tekið til starfa við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hún mun sinna móttöku barna með ungbarnavernd á Selfossi og í Hveragerði og er hægt að panta tíma hjá henni fyrir börn til skoðunar í afgreiðslu Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi í síma 480-5100 og í Hveragerði í síma 480-5250.

Hún er fædd á Patreksfirði og gekk í grunnskóla þar. Fór síðan í Menntaskólann á Ísafirði, þaðan í H.Í og lauk cand med et chir prófi þaðan 1989. Vann á FSA og LSH til júní 1993, en þá fór hún til Hartford í Connecticut í Bandaríkjunum í sérnám í barnalækningum í 3 ár, var þar eitt ár til sem chief resident að því loknu. 1997 – 2000 í Chicago í undirsérgreinanámi (smitsjúkdómar barna), Barnadeild FSA frá júlí 2000 til júní 2006.