Nýjung í endurnýjun lyfseðla

Tilkynning frá framkvæmdastjóra lækninga HSu, Óskari S. Reykdalssyni.

Skjólstæðingar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands geta óskað eftir endurnýjun lyfseðla með tölvupósti. Hér er átt við lyf sem fólk hefur áður fengið uppáskrifað hjá sínum heimilislækni og lyf sem fólk tekur að staðaldri. Vinsamlegast fylgið fyrirmælum sem birtast á pöntunarskjali.
Reynt verður að afgreiða sem mest samdægurs en ekki hægt að lofa afgreiðslu nema innan tveggja virkra daga. Því er fólk hvatt til að sýna fyrirhyggju og óska eftir endurnýjun á sínum lyfjum tímanlega.

Að öllu jöfnu eru ekki afgreidd ávanamyndandi lyf s.s. sterk svefnlyf, sterk verkjalyf, róandi lyf nema í samráði við heimilislækni og sama máli gegnir um sýklalyf.

Fólk er hvatt til þess að nýta sér þessa þjónustu enda. Þetta á við allar heilsugæslustöðvar á Suðurlandi, þ.e. Kirkjubæjarklaustur, Vík, Hvolsvöll, Hellu, Laugarás, Hveragerði, Þorláksshöfn og Selfoss.