Nýjar upplýsingar um virkni Cervarix bóluefnis gegn HPV smiti

Nýverið birtust í Lancet Oncology tvær greinar, auk leiðara, sem fjalla um virkni Cervarix sem forvörn gegn leghálskrabbameini.

Meðal þess sem fram kemur í grein Lethinen og félaga, er að virkni Cervarix gegn öllum CIN3+ frumubreytingum, hjá stúlkum sem ekki hafa áður verið sýktar með HPV,  var 93,2%, óháð HPV DNA gerð:

”Vaccine efficacy against all CIN3+ (irrespective of HPV type in the lesion and including lesions with no HPV DNA detected) was 93·2% (78·9—98·7) in the TVC-naïve”

„TVC naive“ er hópur sambærilegur við þær 12 og 13 ára stúlkur sem bólusettar eru hér á landi.

CIN3+ er alvarlegasta stig frumubreytinga í legslímhúð, áður en breytingin er skilgreind sem krabbamein.

Virkni bóluefnisins er því mun meiri en ef eingöngu um væri að ræða vörn gegn HPV teg. 16 og 18.

Þessi aukna virkni (cross protection) er umfjöllunarefni í grein Wheeler og félaga.

Editorial

Lethinen

Wheeler

WC500024632