Nýjar heimsóknarreglur hafa tekið gildi á HSU

Í ljósi fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu breytum við heimsóknarreglum á HSU frá og með 22. júli n.k. Breytingarnar fela í sér takmörkun á komum gesta en sjúklingur má fá einn gest til sín á heimsóknartíma. Jafnframt er mælst til þess að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn.

Fólk sem hefur einhver einkenni smitandi sjúkdóma er beðið að fresta heimsóknum þar til einkennin eru gengin yfir. Grímuskylda er í gildi hjá heimsóknargestum á HSU á meðan heimsókn varir.