Nýir stjórnendur á HSU

Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til starfa á HSU Selfossi.

Björk Steindórsdóttir hefur verið ráðin yfirljósmóðir á HSU. Björk lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Hedmark Sykepleierhögskole í Noregi 1992 og árið 2002 lauk hún embættisprófi í ljósmóðurfræði frá Háskóla Íslands og hóf störf hjá HSU í kjölfarið.  Áður hafði hún starfað m.a. á HSU og í Noregi, en hefur undanfarna mánuði leyst af sem yfirljósmóðir í stað Sigrúnar Kristjánsdóttur.

Birna Gestsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri á Bráða- og slysamóttöku HSU Selfossi.  Birna hefur gengt starfi deildarstjóra í afleysingu í tæp þrjú ár og hafði þar áður starfað við HSU meira og minna síðan 1989.  Birna útskrifaðist sem sjúkraliði frá Fsu árið 2004, lauk námi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og frá sama skóla meistargráðu í heilbrigðisvísindum 2016.  Hún stundar nú nám í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands.

Anna Björk Ómarsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri lyflækningadeildar á Selfossi.  Anna Björk lauk hjúkrunarfræðinámi frá Háskólanum á Akureyri 2013 og viðbótar diplómanámi á sérsviði hjúkrunar langveikra frá Háskóla Íslands 2020.  Anna Björk hefur starfað á HSU síðan 2016 og síðan í maí 2020 sem aðstoðardeildarstjóri lyflækningadeildar.  Anna Björk tekur við starfi Bergdísar Gunnarsdóttur.

 

HSU óskar þeim innilega til hamingju með störfin og eru þær allar boðnar velkomnar í sterkan hóp stjórnenda við HSU.  Sigrúnu og Bergdísi er þökkuð góð og óeigingjörn störf í gegnum árin og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.