Nýir sóttvarnarlæknar á Suðurlandi

Guðlaugur Þór Þórðarsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóra lækninga við HSu sem nýjan sóttvarnarlækni í umdæmi Suðurlands. Þetta er gert eftir að ný reglugerð tók gildi 4.9.2007.Sóttvarnarumdæmi landsins eru 8 og umdæmi Suðurlands er frá Skaftárhreppi í austri að Ölfusi í vestri að báðum meðtöldum. Ný reglugerð er með stoð í sóttvarnarlög frá 1997. Sóttvarnalæknir í umdæmi er ábyrgur fyrir sóttvörnum í sínu umdæmi í umboði sóttvarnalæknis (Haraldar Briem)
Þá hefur Óskar tilnefnt Þóri B Kolbeinsson, yfirlækni á Hellu sér til aðstoðar sem sóttvarnarlækni á svæðinu austan Þjórsár. Bæði Óskar og Þórir munu áfram sinna sínum núverandi störfum samhliða þessu starfi.
Pétur Skarphéðinsson heilsugæslulæknir í Laugarási hefur til þessa verið sóttvarnarlæknir í hérði en lætur af þeim störfum nú. Eru honum þökkuð vel unnin störf.