Nýir hjúkrunarstjórnendur hjá HSu

starfsmenn hsuSólrún Auðbertsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni í Þorlákshöfn. Hún hefur gengt því starfi undanfarið ár í fjarvist Bergdísar Sigurðardóttur sem nú hefur látið af störfum. Bergdísi eru þökkuð afar góð og óeigingjörn störf við heilsugæsluna í Þorlákshöfn í tæp 25 ár og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Sólrún hefur starfað við HSu frá 2003, fyrst sem sjúkraliði og síðar sem hjúkrunarfræðingur. Sólrún hefur lokið diplómanámi í stjórnun innan heilbrigðisþjónustu og stundar nú meistaranám samhliða vinnu.

Sólrúnu er óskað velfarnaðar í starfinu.

Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri Fossheima. Hún hefur gengt því starfi í fjarveru Ástu Sigríðar Sigurðardóttur s.l. ár en Ásta hefur nú látið af störfum við stofnunina.  Ástu eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.  Sólveig hefur unnið við HSu sem hjúkrunarfræðingur frá 1998, á hand- og lyflækningadeild, heilsugælu Selfoss og á Fossheimum frá opnun.  Sólveig hefur lengst af verið aðstoðardeildarstjóri  á Fossheimum. Sólveig hefur lokið diplómanámi í öldrunarhjúkrun og stundar meistaranám samhliða starfi.

Sólveigu er óskað velfarnaðar í starfinu