Nýbygging HSu

Framkvæmdir við nýbyggingu HSu ganga almennt séð vel að sögn Guðmundar Hjaltasonar á Verkfræðistofu Suðurlands. Í byrjun verks þegar unnið var við jarðvegsframkvæmdir reyndust aðstæður aðrar en gert hafði verið ráð fyrir.Grafa þurfti dýpra en áætlað var, og þurfti því að breyta undirstöðum byggingarinna. Af þessum sökum m. a. fór verkið hægar af stað en til stóð. Verktaki áætlar að verkið sé u. þ. b. 6 – 7 vikum á eftir áætun og er búið að vera það síðan í febrúar. Það má því segja að byggingahraðinn sé samkvæmt áætlun en verkið sjálft er aðeins á eftir áætlun. Þessar vikurnar er nánast eingöngu verið að vinna í uppslætti og steypu.
Til fróðleiks má geta þess að steypan í húsið nálgast 1.000m3 og steypustyrktarstálið er komið í ca. 140 000 kg. Í meðal íbúðarhús fara um 75m3 af steypu.