Nýbygging HSu á Selfossi tilbúin

Framkvæmdum er að ljúka við viðbyggingu HSu á Selfossi. Verktakar eru að ljúka sínum störfum í kjallara í lok vikunnar. Verið er að koma fyrir búnaði á nýju heilsugsæslustöðina á 1. hæð. Í næstu viku fer fram hreingerning í kjallaranum og að því loknu verður búnaði komið fyrir í hinni nýju og glæsilegum aðstöðu fyrir endurhæfingu og ýmsa stoðþjónustu. Stefnt er að því að bjóða starfsfólki að skoða hið nýja húsnæði í lok þessarar viku. Fimmtudaginn 8. apríl verður hið nýja húsnæði síðan formlega tekið í notkun að viðstöddum heilbrigðisráðherra. Gert er ráð fyrir því að þann dag kl. 16:30 – 18 verði hið nýja húsnæði opið fyrir almenning til skoðunar.