Nýársbarnið á HSu

Fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingadeild HSu fæddist þann 2. janúar.
Það var stúlka sem vóg 4795 gr og var 54 cm að lengd.
Foreldrar eru Mekkin Einarsdóttir og Gísli Magnússon, Breiðumörk 26 í Hveragerði.
Stúlkan fékk rauða húfu að gjöf frá kvenfélagskonum í SSK en Kvenfélagasamband Íslands hefur ákveðið í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins að gefa öllum börnum sem fæðast á árinu 2010 húfu sem kvenfélagskonur prjóna úr íslensku kambgarni.