Ný stjórn Vinafélags Foss- og Ljósheima

Ný stjórn Vinafélags Foss- og Ljósheima

Þann 2. apríl s.l. var aðalfundur Vinafélags Foss- og Ljósheima haldinn. Félagið hefur verið starfrækt í 13 ár og starfar í nánu samstarfi við stjórnendur hjúkrunardeilda HSU og fjölgar félagsmönnum stöðugt.  Á aðalfundinum var ársskýrla félagsins birt og hana má finna HÉR í heild sinni, einnig var ný stjórn skipuð og í henni sitja:

Birgir Jónsson, formaður og Esther Óskarsdóttir, gjaldker, meðstjórnendur eru: Lísbet Níelsdóttir, María Óladóttir, Sædís Jónsdóttir og Þorvarður Hjaltason.

Á fundinum var félaginu afhent minningargjöf  kr. 100 þúsund, frá börnum Einars Sigurðssonar og Ingibjargar Árnadóttur til minningar um þau hjónin.  Sonja og Jarþrúður afhentu gjöfina nýjum formanni.

Núverandi og fráfarandi formenn.

Gjöf móttekin