Ný símanúmer á HSU

ny-simanumerÍ dag, 27. maí, fékk Heilbrigðisstofnun Suðurlands ný símanúmer. Tilgangur þessara breytinga er að auðvelda boðleiðir innan nýsameinaðrar stofnunar, enda er símkerfi HSU nú allt á einni símstöð og innanhúsnúmer (fjórir síðustu tölustafirnir í símanúmerunum) virka um alla stofnunina.

Þessi breyting hefur verið í undirbúningi síðustu mánuði og verið kynnt bæði innan stofnunar og utan.

Sú breyting hefur orðið að ekki verður beint númer inn á bráðamóttöku á Selfossi á dagvinnutíma. Utan dagvinnutíma er hægt að ná í hjúkrunarfræðing á bráðamóttöku í gegnum aðalnúmer stofnunarinnar, 432 2000. Vegna anna á bráðamóttöku kemur fyrir að erfitt er að ná þangað inn. Í neyðartilvikum skal því eftir sem áður hringt í 112.

Unnið er að því að fá lesna númeraröðun („þú ert númer…í röðinni“) í aðalnúmer stofnunarinnar á Selfossi og í Vestmannaeyjum, því álag er oft mikið á móttökuriturum og þá bið eftir svörun.

Búast má við miklu álagi á símanum næstu daga og því mikilvægt að sýna þolinmæði.