Ný reglugerð tekur gildi 1. janúar 2009

Frá og með 1. janúar 2009 tekur gildi ný reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Reglugerðin er birt á heimasíðu Stjórnartíðinda, stjornartidindi.is.


Reglugerðin er að stofni til endurútgáfa reglugerðar nr. 1265/2007 og felur í sér breytingu á greiðsluþátttöku sjúkratryggðra vegna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum og á heilbrigðisstofnunum.

Þau nýmæli eru í reglugerðinni að heimilað verður að innheimta komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús, þó ekki oftar en einu sinni í hverjum almanaksmánuð. Einnig verður heimilt að innheimta gjald vegna komu á dagdeild sjúkrahúsa.
Í reglugerðinni er gert ráð fyrir hækkun gjalda vegna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum utan dagvinnutíma og vegna vitjana lækna, auk þess sem börn munu nú greiða fyrir vitjanir lækna. Komugjöld á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis á dagvinnutíma verða óbreytt og börn verða áfram undanþegin gjaldi vegna komu á heilsugæslustöð.

Heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum og sérfræðilæknum er óheimilt að innheimta hærri eða önnur gjöld af sjúkratryggðum en kveðið er á um í ofangreindri reglugerð og fylgiskjali með henni.  Reglugerðina má nálgast hér.