Ný aðstaða fyrir sjúkraþjálfun á Hvolsvelli


Opnuð hefur verið aðstaða fyrir sjúkraþjálfun í Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli. Var hún innréttuð með stuðningi Rauðakrossdeildar Rangárvallasýslu og fyrir framlag frá Kirkjuhvoli af erfðafé Jóns Tómassonar frá Uppsölum.


Er þetta mikil lyftistöng fyrir samfélagið, því þessa þjónustu hefur sárlega vantað í sýsluna þar sem sjúkraþjálfari staðsettur á Hellu hefur ekki annað eftirspurn. Hefur fólk því þurft að sækja þessa þjónustu um langan. Þessi aðstaða og sú þjónusta sjúkraþjálfara, sem þar fer fram, bætir því verulega heilbrigðisþjónustu í héraðinu.


 

Aðstaðan hefur verið leigð út og starfa tveir sjúkraþjálfarar við hana, þær Hjördís Brynjarsdóttir í fullu starfi og Valeria Sicoli að hluta.


Heilbrigðisstofnun Suðurlands þakkar kærlega fyrir þessi höfðinglegu framlög til stuðnings samfélagsins og eflingu heilsu í héraðinu.