nfélag Selfoss gefur sjúkralyftu á hjúkrunardeild

Nýlega færði Kvenfélag Selfoss (KS) hjúkrunardeild HSu Ljósheimum að gjöf Marisa sjúkralyftu að verðmæti rúmlega 400 þús. krónur. Sjúkralyfta sem þessi er nauðsynlegt hjálpartæki við flutning einstaklinga sem geta ekki stigið í fæturna eða hjálpað til við að flytja sig á annan hátt s.s.úr/í rúmi/stól eða í bað.Lyftan er rafknúin og lyftir alls 190 kg . Tæki sem þetta dregur mjög úr álagi á starfsfólk við lyftingar og er í raun forsenda þess að hægt er að hjúkra áðurnefndum sjúklingahópi. Sjúkralyftan leysti af hólmi eldri lyftara, sem kominn var  til ára sinna og mikil þörf á að endurnýja.
Gjöf KS var því starfsfólki Ljósheima kærkomin, og hefur Marisa sjúkralyftan verið í stöðugri notkun frá fyrsta degi.