Skriðsundsnámskeið
Sund er sannkölluð þjóðaríþrótt okkar – undantekningarlítið eru allir syndir og sundlaugar aldrei langt undan, hvar sem maður er staddur.
Sund er líka afskaplega fjölþætt og holl hreyfing. Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna hafa í seinni ár orðið sívinsælli og biðlistar eru á slík námskeið á höfuðborgarsvæðinu. Margir vilja ná betri tökum á skriðsundi sem er hraðskreiðara en áreynsluminna fyrir bak, mjaðmir og hné, heldur en bringusundið.
Ef skriðsundið er synt á réttan hátt þá styrkir það flesta vöðvahópa, t.d. axlir og mjóbak og vinnur auk þess á vöðvabólgu í herðum.
Í heilsuvikunni byrjar skriðsundsnámskeið í Hveragerði, undir leiðsögn Magnúsar Tryggvasonar. Æfingar eru tvisvar sinnum í viku í 45mínútur í senn, alls 10 skipti.
Verð á mann er 10 þúsund krónur og er gjald í laugina innifalið. Tíu manns komast á námskeiðið, fyrstur kemur, fyrstur fær – möguleiki er á fleiri námskeiðum ef eftirspurn er mikil.
Skráning á námskeiðið fer fram hjá Guðlaugu í síma 774 6915 frá 16. desember.